Hlið við hlið slær í gegn á fjölum Bíóhallarinnar – myndasyrpa og myndband

Leiklistaklúbburinn Halli Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur slegið í gegn á undanförnum vikum með söngleiknum Hlið við hlið – sem sýndur hefur verið í Bíóhöllinni. 

Einar Viðarsson, er leikstjóri verksins sem byggður er á lögum eftir Friðrik Dór. Sandra Ómarsdóttir er danshöfundur og Brynja Valdimarsdóttir er söngstýra.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá sýningunni
og stutt myndband frá Skagafrettir.is.

Hlið við hlið fjallar um borgarstrákinn Dag sem fær sumarvinnu á sveitahóteli þar sem allt er eins og það hefur verið í áraraðir. En koma hans virðist þrýsta á tengslin innan hótelsins að þolmörkum – skyndilega er sem öll fjölskyldutengsl, sambönd og vinskapir hanga á bláþræði.

Næsta sýning er sunnudaginn 30. apríl. Sýningum fer fækkandi og er um að gera að nýta tækifærið og upplifa skemmtilega – og metnaðarfulla sýningu hjá FVA.

Nánar hér.