Akraneskaupstaður auglýsir um þessar mundir tillögu að breytingum á deiliskipulagi á Breiðarsvæðinu. Um er að ræða breytingar sem fyrirhugaðar eru á Bárugötu 15 – þar sem að Hótel Akranes var áður.
Í tillögunni felst að breyta húsnæði að hluta til í fjölbýlishús með 8 íbúðum, húsið verður hækkað í fjórar hæðir.
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að breytingin verði gerð en breytingin felst að íbúðauppbygging verði heimiluð ásamt núverandi atvinnuhúsnæði.
Gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi á norðanverðri lóðinni, þrjár hæðir með inndreginni fjórðu hæð, sem rúmi allt að átta íbúðir, eitt bílastæði á íbúð.