Á undanförnum vikum hafa félagar í Karlakórnum Svanir staðið í ströngu við æfingar á lögum eftir Jónas Árnason.
Fimmtudaginn 18. maí, Uppstigningardag, mun kórinn stíga á svið í Tónbergi og flytja lög tónskáldsins ásamt fiðlu – og harminikkuleikara. Samhliða tónlistinn verða skemmtilegar minningar af Jónasi rifjaðar upp.
Viðburðurinn hefst kl. 14 en Tónberg er glæsilegur salur í húsnæði Tónlistarskóla Akraness.
Jónas Árnason hefði fagnað 100 ára afmæli á þessu ári.
Jónas starfaði við blaðamennsku og sjómennsku á yngri árum. Hann starfaði við kennslu á árunum 1954 – 1980. Jónas sat á Alþingi á árunum 1949-53 og 1967-1979.
Meðfram störfum sínum samdi Jónas leikrit í samvinnu við bróður sinn Jón Múla. Mörg leikritanna eru með tónlist og hafa orðið vinsæl svo sem Deleríum Búbónis og Þið munið hann Jörund. Hann skrifaði fjölmargt annað svo sem greinar, sagnfræði og minningar auk þess var hann ljóðskáld gott og samdi fjölmarga vinsæla söngtexta.
Miðaverð aðeins 2.500 kr. og er miðar seldir við innganginn.