Lið Kára frá Akranesi landaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í kvöld með 3-1 sigri á útivelli gegn Elliða.
Leikurinn fór fram á Wurth vellinum í Árbænum, heimavelli Fylkis, en Elliði er í nánu samstarfi við Fylki sem leikur í Bestu deildinni.
Marteinn Theódórsson var á skotskónum í liði Kára í kvöld. Vinstrifótarleikmaðurinn kom Kára yfir á 4. mínútu og hann bætti við öðru marki rétt um korteri síðar. Fylkir Jóhannsson kom Kára í 3-0 á 54. mínútu.
Sverrir Mar Smárason fékk rautt spjald á 70. mínútu og Káramenn voru því einum færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu heimamenn sé og náðu að minnka muninn á 77. mínútu.
Kári var þriðja neðsta sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir með 1 stig er í dag með fjögur stig í 8. sæti en alls eru 12 lið í deildinni.