Myndasyrpa: Breiddin á Breiðinni vakti verðskuldaða athygli

Breið nýsköpunarsetur var með opið hús í síðustu viku þar sem að margt var í boði fyrir gesti. 

Mjög góð mæting var á viðburðinn Breiddin á Breiðinni og ríflega 300 gestir komu í heimsókn. 

Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar eru með starfsstöð í húsnæðinu – sem var áður einn fjölmennasti vinnustaður Akraness þegar fiskverkun var í húsinu. 

Í dag eru eins og áður segir fjölbreytt starfsemi á Breiðinni og er nýsköpunarsetrið að verða einn af fjölmennari vinnustöðum Akraness.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá viðburðinum.