Eldri félagsmenn VLFA fóru víða í vel heppnaðri dagsferð um Borgarfjörð

Fjölmennur hópur eldri félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness fór í vel heppnaða dagsferð s.l. miðvikudag í boði VLFA.

Frá þessu er greint á vef félagsins.

Löng hefð er fyrir slíkum ferðum. Leiðsögumaður ferðarinnar var Gísli Einarsson.

Ferðalagið hófst á Akranesi snemma morguns og fyrsti viðkomustaðurinn var Hvanneyri. Þar tók Bjarni Guðmundsson prófessor og fyrrum kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands á móti hópnum.

Frá Hvanneyri fór hópurinn að Bifröst og Reykholt var þriðji viðkomustaðurinn.

Hótel Hamar við golfvöllinn í Borgarnesi var síðasti áfangastaðurinn áður en haldið var heim á leið á Akranes.


Nánari frásögn frá ferðinni má lesa á vef VLFA og og þar er einnig ítarlegt myndasafn. Smelltu hér fyrir myndasafnið