Hallur Hrafn fagnaði Íslandsmeistaratitli unglinga í „dauða-dýfu“

Skagamaðurinn Hallur Hrafn Oddsson gerði sér lítið fyrir og landaði Íslandsmeistaratitli á Íslandsmótinu í „dauða-dýfu“ sem fram fór á Akranesi nýverið.

Íþróttin er frekar ný á Íslandi og var fyrst keppt í þessari „dýfingagrein“ í Noregi og er íþróttin í sókn víðsvegar um veröldina.  Í „dauða-dýfu“ stökkva keppendur úr 10-15 metra hæð – en aðstaðan í Lambhúsasundi til dýfinga af þessu tagi er til fyrirmyndar og nýtur vinsælda. 

Hallur Hrafn, sem er 11 ára, hreppti Íslandsmeistartitilinn í barna- og unglingaflokki. 

Í klassískri umferð framkvæmdi Skagamaðurinn efnilegi 4 klöpp á meðan hann féll niður í sjóinn, þrjár milli fóta og eitt aftur fyrir bak, áður en hann vinklaði niður fyrir lendingu. Í seinni umferð framkvæmdi hann 1080°snúning með beinan líkama fyrir vinklaðastöðu í sjóinn.

Í megin dráttum snýr dýfan að því að hoppað er úr mikilli hæð, oftast á bilinu 10 -15m hæð, og líkaminn settur í vinklaða stöðu rétt fyrir lendingu í sjónum. Þannig hendur og fætur kljúfa vatnið til þess að forðast magaskell. Keppt var i barna- og unglingaflokki og svo fullorðinsflokki. Í barn- og unglingaflokki var keppt með tvö stökk, þ.e. eina hefðbundna dauða-dýfu (e. Classic)og eina dauða-dýfu með frjálsir aðferð (e. Freestyle). Munurinn á þessum tveimur er að í hefðbundinni dauða – dýfu er ekki framkvæmdur snúningur heldur stokkið með útlimi teigða út og fallið líkt og magaskellur sé yfirvofandi. Í frjálsri dauða-dýfu mega keppendur setja sína útfærslu á hoppið án kvaða, annarar en að vinkla fyrir lendingu. Samanlagður stigafjöldi beggja stökka sker svo úr um úrslit.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun frá þættinum „Að Vestan“ um Hoppland á Akranesi.