Arnar í hópi sigursælustu þjálfara síðustu 40 ára í knattspyrnu karla

Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð sem knattspyrnuþjálfari. Arnar þjálfar karlalið Víkings í Reykjavík og liðið hefur tryggt sér báða stóru titlana á þessu tímabili – Íslands – og bikarmeistaratitilinn. 

Undir stjórn Arnars hefur lið Víkings landað sex stórum titlum frá árinu 2019 – og er Arnar komin í hóp sigursælustu þjálfara undanfarinna fjögurra áratuga.

Árið 2021 var hann valinn sem knattspyrnuþjálfari ársins 

Alls hefur Arnar fagnað fimm Íslandsmeistaratitlum og sex bikarmeistaratitlum sem leikmaður og þjálfari. 

Í þættinum „Stúkan“ á Stöð 2 sport var greint frá áhugaverðri tölfræði um árangur þjálfara á Íslandi frá árinu 1983 eða síðustu 40 ár. Þar kemur í ljós að Arnar er að nálgast sigursælustu þjálfara allra tíma. Á topp 9 listanum eru þrír þjálfarar frá Akranesi, Arnar, Guðjón Þórðarson og Hörður Helgason. 

Flestir stórir titlar þjálfara síðustu 40 ár í karlaflokki á Íslandi. 

8: Ólafur Jóhannesson, Guðjón Þórðarson. 

7: Heimir Guðjónsson. 

6: Ásgeir Elíasson, Arnar Gunnlaugsson, Hörður Helgason, Rúnar Kristinsson. 

4: Willum Þór Þórsson, Bjarni Jóhannsson. 


Hér fyrir neðan er titlasafn Arnars sem leikmaður og þjálfari. 

Leikmaður: 

Íslandsmeistari (3).
ÍA (1992, 1995).
FH (2008).

Deildabikarmeistari England:
Leicester City (2000)

Bikarmeistari: (2)
KR: (2003)
FH: (2007)

Markahæsti leikmaður Íslandsmótsins: 
ÍA: (1992, 1995). 

Þjálfari:
Íslandsmeistari: (2)
Víkingur: (2021, 2023).

Bikarmeistari: (4)
(2019, 2021, 2022, 2023)