Rétt tæplega 280 keppendur tóku þátt á Cube sundmótinu sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um s.l. helgi. Þar mættu 14 keppendur frá Sundfélagi ÍA og átta Akranesmet féllu. Þar fengu keppendur frá ÍA alls 8 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun.
Einar Margeir Ágústsson setti unglingamet í 50 metra bringusundi – þar sem hann synti undir lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í byrjun desember í borginni Búkarest í Rúmeníu. Einar Margeir synti á 27.24 sekúndum sem er mótsmet og hann varð stigahæsti keppandi mótsins.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir varð fimmta stigahæsta konan í mótinu.
Kajus Jatautas náði lágmarkinu fyrir Íslandsmótið í 800 metra skriðsundi og er þetta í fyrsta sinn sem Kajus nær því lágmarki.
Akranesmet fullorðinsflokki:
Einar Margeir Ágústsson
50m bringusund á tímanum 27.24 sek. Gamla metið átti hann sjálfur á 27.94 frá því í fyrra.
100m fjórsund á tímanum 56.63 sek.
Gamla metið átti hann sjálfur á 57.55 sek. frá því í september.
100 m bringusund á tímanum 1.00.33 mín.. Gamla metið átti hann sjálfur á 1.01.38 mín. og er það frá því í fyrra.
Akranesmet Unglingaflokki:
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50 m. skriðsund á tímanum 26.04 sek., gamla metið átti hún sjálf á 26.20.
Kristján Magnússon 50 m. baksund á tímanum 28.12 sek., gamla metið átti Birgir Viktor Hanneson á 28.32 sek. frá 2010
Einar Margeir Ágústsson 50 m. flugsund á tímanum 25.15 sek,, gamla metið átti Ágúst Júlíusson á 26.23 og var það frá 2007.