Leggjast gegn því að neðri hæð Kirkjubrautar 4-6 verði breytt í íbúðir

Skipulags – og umhverfisráð Akraneskaupstaðar leggst gegn því að neðri hæð Kirkjubrautar 4-6 verði breytt í íbúðir. 

Umsókn þess efnis barst skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar.

Húsnæðið hefur staðið að mestu tómt frá því að Verslunin Nína flutti sig um set í verslunarými við Kirkjubraut 12. 

Í fyrirspurn til skipulagsfulltrúa frá lóðarhafa Kirkjubrautar 4-6 er óskað eftir breytingu á neðri hæð hússins. Í breytingunni felst að rými sem nú tilheyrir verslun og þjónustu á jarðhæð verði breytt í þrjár íbúðir með aðkoma bæði frá Kirkjubraut og Suðurgötu.

Í fundargerð skipulags- og umhverfisráð kemur fram að ráðið tekur neikvætt í fyrirspurnina, þar sem fyrir liggur stefnumótun í aðalskipulagi um miðbæjarstarfsemi á svæðinu.