Nýtt svið í Garðalundi opnar nýjar víddir í útikennslu og viðburðum

Nýlega lauk framkvæmdum í Garðalundi þar sem að útisvið hefur verið sett upp í skógræktarsvæði Akurnesinga. 

Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar.

Svæðið hentar vel sem útikennslusvæði fyrir leik – og grunnskólanemendur – sem og fyrir leiksýningar, tónleika og ýmislegt annað.

Hugmyndin að framkvæmdinni kemur úr íbúasamráðinu Okkar Akranes.

Sviðið í Garðalundi er ein af fimm hugmyndum sem fékk brautargengi í þeirri kosningu.

Ása Katrín Bjarnadóttir skipulagshönnuður lagði grunninn að hönnun og útliti svæðisins. Egill Gíslason, smiður, sá um framkvæmdina.