ÍA og Þór frá Akureyri áttust við í kvöld á Íslandsmótinu í körfuknattleik karla í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka.
Fyrir leikinn voru liðin í 7. og 8. sæti deildarinnar með 2 sigra og 4 tapleiki, mátti því búast við hörkuleik. Sem varð raunin.
Skagamenn tryggðu sér mikilvægann 85-81 sigur og styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í risastórri úrslitakeppni 1. deildar á vordögum 2024.
Efsta lið deildarinn fer beint upp í efstu deild, en liðin í 2..-9. sæti keppa um eitt laust sæti til viðbótar í úrslitakeppninni vorið 2024.
Skagamenn voru með 6 stiga forskot eftir 1. leikhluta, 20-14, og staðan í hálfleik var 42.37 fyrir ÍA.
Gestirnir frá Akureyri minnkuðu muninn í 2 stig eftir 3. leikhluta, 62-60 og lokaleikhlutinn var æsispennandi þar sem að Skagamenn tryggðu sér fjögurra stiga sigur, 85-81.
Þórður Freyr Jónsson átti stórleik hjá ÍA og var stigahæsti leikmaður liðsins með 24 stig – en hann setti niður 6 þriggja stiga skot í aðeins 8 tilraunum. Aamondae Coleman skoraði 23 stig og tók 15 fráköst, Srdan Stojanovic skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Næsti leikur ÍA er á heimavelli föstudaginn 24. nóvember þar sem að lið Ármanns úr Reykjavík kemur í heimsókn á Jaðarsbakka.