Skipulags – og umhverfisráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi í október að hefja undirbúning á viðamiklum framkvæmdum við endurgerð á þremur götum bæjarins.
Göturnar sem um ræðir eru Stillholt við gatnamótin við Dalbraut, og Laugarbraut.
Þar að auki munu Veitur endurnýja lagnir við Kalmansvelli á árinu 2024 og verður gatan endurnýjuð samhliða því verkefni.
Mörg fyrirtæki og stofnanir eru við Kalmansvelli ekið er inn í götuna þar sem að Vínbúðin er. Lagt er til að endurgerð götunnar hefjist á næsta ári.
Laugarbraut er ein af elstu götum Akraness – og þar eru fjölmargar stofnanir með aðsetur og mikil umferð er á þessari götu. Lagt er til að endurgerð Laugarbrautar hefjist árið 2024.
Lagt er til að endurnýja lagnir og endurbyggja götuna við gatnamót Dalbrautar og Stillholts.