Áhugaverðar breytingar fyrirhugaðar á ytra útliti á húsinu við Kirkjubraut 1

Lóðarhafi þar sem að húsið við Kirkjubraut 1 á Akranesi stendur hefur fengið það samþykkt að húsið verði klætt að utan með báruklæðningu sem er í samræmi við byggingarstíl frá þeim tíma sem húsið er byggt.

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt breytinguna. Í fylgiskjölum umsóknar lóðarhafa má sjá hvernig húsið mun verða eftir breytinguna. 

Bjarni Þór Bjarnason listmálari er með vinnustofu og gallerý á neðri hæðinni. Skagamenn muna margir eftir skóbúðinni Staðarfell sem var í þessu húsi í mörg ár. 

Húsið er á áberandi stað í miðbæ Akraness – rétt við Akratorgið. Ljóst er að fyrirhugaðar breytingar munu breyta miklu fyrir sjónræna upplifun íbúa Akraness og gesta.