Ingunn tekur við af Ingunni sem skólastjóri Garðasels

Um áramótin mun Ingunn Sveinsdóttir taka við stöðu skólastjóra í Garðaseli en þá lætur Ingunn Ríkharðsdóttir af störfum vegna aldurs. 

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu skólans og þar segir: 

„Ingunn Sveinsdóttir hefur verið aðstoðarskólastjóri og sérkennslustjóri frá árinu 1999 og þekkir skólann og starfsemi hans því afar vel.  Garðasel verður þvi í góðum höndum og óskum við Ingunni velfarnaðar í starfi.“

Leikskólinn Garðasel tók til starfa þann 1. september árið 1991. 

Fyrsti leikskólastjórinn í Garðaseli var Brynja Helgadóttir en Ingunn Ríkharðsdóttir hefur verið starfandi skólastjóri frá árinu 1999.

Í byrjun ársins 2023 flutti Garðasel í nýtt og glæsilegt húsnæði við Asparskóga þar sem að sex deildir eru starfræktar.