Flottur árangur hjá Einari Margeiri á Evrópumeistaramótinu í sundi

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr röðum Sundfélags Akraness, náði flottum árangri á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug – sem lauk um liðna helgi í Rúmeníu. 

Þátttaka Einars Margeirs er söguleg en hann er fyrsti karlsundmaðurinn úr ÍA sem keppir á Evrópumóti í fullorðinsflokki frá því að Ingi Þór Jónsson tók þátt árið 1981. 

Einar Margeir setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki í 200 metra bringusundi þar sem hann synti á tímanum 2.15,15 mín, sem er bæting um 2,1 sekúndu en Einar endaði í 21. sæti. 

Í 50 metra bringusundir var Einar Margeir aðeins 0.14 sek. frá sæti í undanúrslitum en hann varð í 22. sæti á 27,32 sek. Í 100 metra bringusundi kom hann í mark á 59,78 sek. og endaði í 24. sæti.