Bönkerinn Innigolf opnar dyrnar upp á gátt fyrir kylfinga á Akranesi

Bönkerinn – Innigolf opnar á Smiðjuvöllum 8 á Akranesi fimmtudaginn 21. desember. 

Einar Logi Einarsson framkvæmdastjóri Bönkerinn – Innigolf segir að mikil gleði ríki hjá eigendum að geta boðið kylfingum upp á fyrsta flokks aðstöðu á Akranesi. 

„Við settum okkur það markmið að bjóða upp á hlýlega og rúmgóða aðstöðu til golfleiks – og æfingar í nýjustu gerð af Trackman golfhermi. Að okkar mati náðum við því markmiði,“ segir Einar Logi en, Axel Fannar Elvarsson, Ísak Örn Elvarsson og Sigurður Elvar Þórólfsson standa einnig að baki verkefninu. 

Einar segir ennfremur að golf sé heilsársíþrótt – og þróunin í golhermunum hafi verið gríðarleg og mikil aukning í notkun þeirra. 

„Aðstaðan býður t.d. upp á að allt að 8 manna hópar geta verið með alla aðstöðuna út af fyrir sig – átt góða stund saman í golfhermunum, og horft á íþróttir í sjónvarpinu á sama tíma. Við lofum því að í Bönkernum á Smiðjuvöllum verður skemmtilegt. Það verður alltaf einhver á svæðinu fyrstu vikurnar til að aðstoða gesti í fyrstu heimsóknunum – það er því ekkert vesen að byrja – það eina sem þarf að gera er að bóka tíma og mæta,“ segir Einar Logi.

Hægt er að bóka tíma í Bönkerinn – Innigolf eða í gegnum netfangið [email protected] eða í skilaboðum á fésbókarsíðu Bönkerinn – Innigolf: