Leigufélag kaupir tvær íbúðir á Akranesi sem ætlaðar eru Grindvíkingum

Leigufélagið Bríet hefur keypt tvær íbúðir á Akranesi sem ætlaðar eru til útleigu til Grindvíkinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. 

Grindavíkurbær var rýmdur um miðjan nóvember vegna hættuástands vegna jarðhræringa. Hættuástand er enn til staðar og er óvíst hvenær íbúar geta snúið til síns heima. 

Búið er að opna fyrir umsóknir um útleigu á íbúðunum, og öðrum íbúðum félagsins sem ætlaðar eru Grindvíkingum, sjá hér: 

Lausar íbúðir fyrir Grindvíkinga | Leigufélagið Bríet (briet.is).