Góður sigur gegn Snæfelli og spennandi lokakafli framundan í körfunni

Karlalið ÍA landaði góðum sigri gegn liði Snæfells s.l. mánudag þegar liðin áttust við í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik. 

Leikurinn fór 94-75 og með sigrinum er ÍA með 8 sigra og 7 tapleiki þegar 15 umferðum er lokið. Framundan er spennandi lokakafli þar sem að ÍA er í 7. sæti deildarinnar – en liðin í sætum 2-9 leika í úrslitakeppni um eitt laust sæti í efstu deild á næsta tímabili – Subwaydeildinni. 

Efsta liðið að lokinni deildarkeppninni tryggir sér sæti í efstu deild á næsta tímbili. 

Eins og áður segir er framundan spennandi lokakafli í deildarkeppninni. ÍA á eftir að leika 7 leiki í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. 

Næsti leikur ÍA er gegn toppliði Fjölnis á útivelli, föstudaginn 9. febrúar, og ÍR, sem er einnig í toppbaráttunni kemur í heimsókn á Skagann viku síðar. 

Leikir ÍA sem eru framundan: 

Föstudagur 16. febrúar – ÍA – ÍR (19.15 Jaðarsbakkar).
Föstudagur 23. febrúar – Þór Ak. – ÍA (19.15 Akureyri).
Sunnudagur 19.mars – Ármann – ÍA (20:15 Laugardalshöll). 
Föstudagur 8. mars – ÍA – Skallagrímur (19:15 Jaðarsbakkar).
Föstudagur 15. mars – KR – ÍA (19.15 Meistaravellir Rvík.).
Mánudagur 25. mars – ÍA – Selfoss (19.15 Jaðarsbakkar).