Flottur árangur hjá kraftmiklum fimleikastúlkum úr ÍA

Fimleikafélag ÍA er með kraftmikið starf og hefur nýtt fimleikahús við Vesturgötu breytt miklu í innra starfi félagsins.

Fjölmargir iðkendur stunda fimleika af krafti og um s.l. helgi sýndu keppendur frá ÍA góða takta á GK-mótinu í hópfimleikum sem fram fór í Laugardal – hjá Fimleikadeild Ármanns. 

Keppendur frá ÍA eru úr 5. og 4. flokki og í tilkynningu frá Fimleikafélagi ÍA kemur fram að árangurinn hafi verið glæsilegur.