20 menningartengd verkefni fá styrk frá Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita rúmlega 3,5 milljónum kr. til 20 menningartengdra verkefna á árinu 2024.

Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins. Eftirfarandi verkefni fengu styrk að þessu sinni. 

  • Leiklistarsmiðjur hjá Verkstæðinu menningarmiðstöð, Sara Blöndal – kr. 450.000.
  • Fræðslu og minningarsýning um Gutta, Helena Guttormsdóttir – kr. 300.000.
  • Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló, Nemendafélag FVA – kr. 300.000.
  • Menningarstrætó, Listfélag Akraness – kr. 250.000.
  • Tónlistarsmiðja fyrir börn, Máfurinn tónlistarsmiðja – kr. 250.000.
  • Tónleikar með Írsku ívafi á Írskum dögum, Rokkland ehf – kr. 200.000.
  • Skaginn syngur inn jólin, Eigið fé ehf – kr. 200.000.
  • Hringiða, samsýning Listfélags Akraness – kr. 200.000.
  • Tónleikaröð, Kalman listfélag – kr. 200.000.
  • Akranes borðar saman, Sigríður Hrund – kr. 150.000.
  • Myndlistarsýning og bókaútgáfa, Tinna Royal – kr. 150.000.
  • Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga, Vilborg Bjarkadóttir – kr. 150.000.
  • Brá fér á Stjá, Barnabókaútgáfa, Guðný Sara – kr. 120.000.
  • Formæður myndlistarsýning, Edda Agnarsdóttir – kr. 100.000.
  • Kóramót eldriborgara, Félag eldriborgara á Akranesi – kr. 100.000.
  • Hlaðvarp Kellinga, Guðbjörg Árnadóttir – kr. 100.000.
  • Samsýning, Jaclyn Árnason – kr. 100.000.
  • Myndlistarsýning, Silja Sif – kr. 80.000.
  • Myndlistarsýning, Herdís (Illustradis) – kr. 80.000.
  • Fjöltyngd sögustund, Jessica Anne – kr. 40.000.