Í júní á þessu ári er stefnt að því að halda kraftakeppnina „Fjallkonan“ og hafa skipuleggjendur verkefnisins óskað eftir því að keppnin fari fram á Akranesi dagana 7.-8. júní 2024.
Valdimar Númi Hjaltason og Guðmundur H. Aðalsteinsson eru aðstandendur keppninnar – og kynntu þeir hugmynd sína nýverið á fundi með skóla – og frístundaráði Akraness.
Í fundargerð ráðsins kemur fram að ráðið telur að Akranes sé góður valkostur fyrir slíkan viðburð og var sviðsstjóra falið að koma útfæra samstarfið og skilgreina aðkomu kaupstaðarins í verkefninu.