Bæjarstjórn samþykkti viðamikla heildarstefnu fram til ársins 2030

Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt heildarstefnu Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins 2024 til og með 2030. Um er að ræða viðamikla áætlun sem tekur á mörgum þáttum samfélagsins á Akranesi. 

„Með sjálfbærni að leiðarljósi tryggjum við samfélagslega velsæld, stöðugan rekstur og uppbyggingu sveitarfélagsins til framtíðar,“ eru upphafsorðin í glærukynningu sem sjá má á vef Akraneskaupstaðar. 

Helstu stefnuáherslur Akraneskaupstaðar má sjá í glærunum hér fyrir neðan.

Skýrslu stýrihópsins sem vann verkefnið má lesa hér: 

  • Fjölbreytt atvinnulíf – sem byggir á styrkum stoðum sem skapar grundvöll fyrir kraft, nýsköpun og aukna fjölbreytni með grænar áherslur í forgrunni.

  • Umhverfissátt – samfélag í fararbroddi í sjálfbærni og loftslagsmálum þar sem stuðlað er að verndun og varðveislu umhverfisins.

  • Farsælt samfélag – Hlúð verði að öllum bæjarbúum með farsæld, heilbrigði og lífsgæði í fyrirrúmi. Í sveitarfélaginu bjóðist fjölbreytt tækifæri til menntunar, þroska og samfélagsþátttöku.

  • Auðgandi mannlíf og menning – samfélag sem tekur virkan þátt í að efla mannlíf, listir og menningu með fjölbreyttum hætti allt árið um kring. 

  • Traustir innviðir og skilvirk þjónusta – Uppbygging metnaðarfullra innviða og þjónustu sem er studd af ábyrgri fjármálastjórnun.