Tvær kennslustofur verða reistar á leikskólalóð

Íbúum á Akranesi fjölgar jafnt og þétt – og eftirspurn eftir leikskólaplássum fer vaxandi samhliða íbúafjölgun.

Þrátt fyrir að nýr leikskóli hafi verið byggður við Asparskóga þarf að bæta við leikskólaplássum á næstu misserum.  

Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness var samþykkt að ráðist verði í útboð á tveimur kennslustofum – sem staðsettar verða við leikskólann Teigasel. 

Í bókun ráðsins kemur fram að kostnaði verði mætt innan gildandi fjárfestingaráætlunar vegna ársins 2024.

Skipulagsfulltrúa hefur verið falið að hefja ferlið fyrir byggingu tveggja leikskólastofa á lóð Teigasels. 

Á Akranesi eru alls fjórir leikskólar. 

Akrasel – sex deilda leikskóli. 

Garðasel – sex deilda leikskóli.

Teigasel – þriggja deilda leikskóli.

Vallarsel – sex deilda leikskóli.