Flottur árangur hjá Brynhildi á bandaríska háskólameistaramótinu í sundi

Brynhildur Traustdóttir, sundkona úr röðum ÍA, náði frábærum árangri á bandaríska háskólameistaramótinu nýverið. Brynhildur keppir með University of Indianapolis sem keppir í næst efsta styrkleikaflokki í háskólakeppnum. 

Skagakonan er á sínu fjórða ári með liði sínu. Hún bætti tvö skólamet á áðurnefndu móti og annað þeirra var sett fyrir 28 árum eða árið 1996. 

Brynhildur nú á skólametið í 1650 (yarda) skriðsundi, þar sem hún endaði í 6. sæti, og hún var í boðssundsveitinni sem setti nýtt skólamet í 4×200 skriðsundi. Hún bætti árangur sinn í tveimur greinum, 500 og 1000 yarda skriðsundi.