Stefán Teitur með tvö mörk og er einu skrefi frá bikarúrslitaleiknum í Danmörku

Stefán Teitur Þórðarson skoraði 2 mörk í 6-1 sigri Silkeborg gegn gegn Fredericia í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær.

Skagamaðurinn var valinn maður leiksins en hann leikur stórt hlutverk hjá danska úrvalsdeildarliðinu. Stefán skoraði fyrsta og þriðja mark leiksins – en hann fór útaf í hálfleik eftir gott dagsverk. 

T. Adamsen liðsfélagi Stefáns setti þrennu í leiknum. Liðin eigast við að nýju á heimavelli Fredericia – en miðað við stöðuna eru miklar líkur á því að Stefán leiki til úrslita um danska bikarinn á þessu tímabili.