Karlalið ÍA lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í efstu deild Íslandsmótsins þegar liðið mætti Valsmönnum á útivelli sunnudaginn 7. apríl 2024. Skagamenn komu upp úr næst efstu deild s.l. haust og framundan er áhugavert tímabili í Bestu deildinni.
Patrick Pedersen framherji Vals kom heimamönnum yfir á 38. mínútu. Þannig var staðan í hálfleik þar til að Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á Ísland á 68. mínútu. 2-0 reyndust vera úrslit leiksins.
Skagamenn mæta liði HK á útivelli í 2. umferð og fer sá leikur fram sunnudaginn 14. apríl kl. 17.00 í Kórnum í Kópavogi.
Mörkin úr leiknum má sjá á vef Vísis – hér fyrir neðan.