Körfuknattleiksfélag ÍA hefur á undanförnum árum verið með öflugt yngri flokka starf – sem hefur skilað félaginu leikmönnum sem eru kjarninn í leikmannahóp meistaraflokks ÍA.
Nýverið samdi félagið við Óskar Þór Þorsteinsson – og mun hann þjálfa meistaraflokk félagsins, samhliða því að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
Félagið samdi á dögunum við fimm unga og efnilega leikmenn sem eiga eftir að láta að sér kveða á næsta tímabili.
Leikmennirnir eru Styrmir Jónasson, Daði Már Alfreðsson, Hjörtur Hrafnsson, og tvíburabræðurnir Júlíus og Jóel Duranona.