Líkurnar á einstöku afreki Viktoríu Völu eru 1 á móti 6 milljónum

Viktoría Vala Hrafnsdóttir er efnilegur kylfingur í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Hin 15 ára skagamær sló eftirminnilegt högg á 4. braut heimavallar síns, Garðavallar, högg sem fáir kylfingar upplifa á ferlinum.

Viktoría Vala lék 4. brautina á 2 höggum – sem þýðir að hún fékk Albatross, eða þrjú högg undir pari. Hún sló höggið s.l. miðvikudag í innanfélagsmóti Leynis. 

Brautin er 359 metrar, rétt rúmlega þrír fótboltavellir í fullri lengd. Hún sló rúmlega 210 metra upphafshögg og setti síðan boltann ofaní af um 140 metra færi með 6-járni. 

Afrekið er einstakt þar sem að það er sjaldgjæft að kylfingar leiki braut á þremur höggum undir pari og fái Albatross. Það er hægt að ná þessum árangri með því að slá upphafshögg af par 4 holu ofaní – en flestar slíkar brautir eru yfir 220 metra langar – eða að setja boltann ofaní í öðru höggi á par 5, líkt og Viktoría Vala gerði. 

Til að setja afrekið í samhengi má nefna að líkurnar á því að fara holu í höggi á par 3 holu (sem eru stystu brautir vallarins) er 12.500 gegn 1. 

Samkvæmt tölfræði Golfdigest í Bandaríkjunum eru líkurnar á því að fá Albatross 1 á móti 6 milljónum.