Tvö tilboð hafa borist í þrotabú Skagans 3X

Tvö tilboð hafa borist í þrota­bú Skag­ans 3X – en fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum nýverið – þar sem um 130 starfsmenn misstu vinnuna. 

Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins segir í samtali við Morgunblaðið að nýtt tilboð hafi borist sem tek­ur til allra eigna bús­ins auk fast­eigna þar sem starf­sem­in hef­ur verið hýst en eru ekki í eigu þrota­bús­ins.

Áður hafði komið fram til­boð í hluta rekst­urs­ins en það tilboð kom frá Kapp sem vildi kaupa hluta eigna þrotabúsins. 

Ekki kemur fram hvaða aðilar standa að nýja tilboðinu en tilboðið barst með milligöngu lögmannsstofu. 

Íslandsbanki á veð í eignum þrotabúsins en fasteignirnar á svæðinu eru í eigu Grenja sem með aðsetur á Akranesi en eigandi félagsins er skráður Arnfinnur Teitur Ottesen. 

Helgi segir að afstaða hlutaðeig­enda til fyr­ir­liggj­andi til­boða liggi fyr­ir áður en langt um líður.