Þungur rekstur hjá Akraneskaupstað á fyrstu sex mánuðum ársins

Sex mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar fyrir árið 2024 sýnir að rekstur bæjarfélagsins er þungur. 

Árshlutauppgjör Akraneskaupstaðar fyrir janúar til júní 2024 var kynnt á fundi bæjarráðs nýverið.

Bæjarráð áréttar til stjórnenda að finna leiðir til að mæta stöðunni og hægja á útgjaldaaukningu.

Reksturinn var neikvæður um 498 milljónir kr. sem er um 2,7 milljónir kr. á dag á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2024. 

Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, var neikvæð um samtals 497,8 milljónum kr.  fyrir fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 434 milljónir kr.

Framlegð tímabilsins, eða EBITDA, var neikvæð um 140,2 m.kr. og nemur framlegðarhlutfallið því -2,25% á fyrstu sex mánuðum ársins.