Starfshópur um uppbyggingu á Breið verður settur á laggirnar – og fær starfshópurinn það verkefni að vinna að tillögu að samningi Akraneskaupstaðar og Brims hf. um uppbyggingu á Breið.
Starfshópurinn verður skipaður tveimur aðilum frá Akraneskaupstað, tveimur aðilum frá Brim hf. og einum aðila sem verður formaður hópsins – sem Akraneskaupstaður og Brim hf. koma sér saman um.
Hugmyndasamkeppni fór fram um uppbyggingu á svæðinu og þar liggur fyrir verðlaunatillaga. Sjá nánar hér:
Í tilkynningu frá Breið hefur ýmislegt verið gert frá því að hugmyndasamkeppninni lauk. Þar má nefna úttekt á sjóvörnum, skýrslu um forminjar á svæðinu og skoðun á þeim lóðarleigusamningum sem enn eru í gildi. Þá er í undirbúningi að fara í jarðvegskönnun og húsakönnun.
Allt eru þetta þættir sem mikilvægt er að hafa upplýsingar um í tengslum við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags.
Hér má sjá allar tillögurnar varðandi uppbyggingu á Breið –