Viktor Jónsson, framherji karlaliðs ÍA í knattspyrnu, er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með 18 mörk.
Lokaumferð deildarinnar fer fram á laugardaginn og þar mætir ÍA liði Vals á útivelli.
Viktor þarf að skora eitt mark í lokaleiknum til að jafna markametið í efstu deild karla – og hann gæti bætt metið með því að skora tvívegis.
Markametið er 19mörk og eru fimm leikmenn sem deila því meti – þar af tveir fyrrum leikmenn ÍA.
Pétur Pétursson skoraði 18 mörk fyrir ÍA árið 1978, Guðmundur Torfason jafnaði metið árið 1986 með Fram, Þórður Guðjónsson skoraði 18 mörk fyrir ÍA árið 1993, Tryggvi Guðmundsson gerði slíkt hið sama árið 1997 fyrir ÍBV og Andri Rúnar Bjarnason skoraði 18 mörk fyrir Grindavík árið 2017.
Benóný Breki Andrésson, KR og Patrick Pedersson leikmaður Vals, eru báðir með 16 mörk í öðru sæti á markalistanum.