Bæjarráð hefur samþykkt að Akraneskaupstaður taki lán upp á rúmlega 533 milljónir vegna aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs.
Það eru mörg verkefni sem eru í gangi hjá Akraneskaupstað – og má þar nefna endurbætur á báðum grunnskólunum, nýframkvæmdir í leikskóla – og íþróttahúsi – ásamt endurbótum á íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Bæjarstjórn Akraness á eftir að samþykkja þessa lántöku.
Helstu frávik í áætluninni eru:
Brekkubæjarskóli 1. hæð – um kr. 162 m.kr.
Grundaskóli C álma – um kr. 360 m.kr.
Tvær deildir við Teigasel – um kr. 116. m.kr.
Jaðarsbakkar íþróttahús – um 146 m.kr.
Íþróttahús Vesturgötu – um kr. 50 m.kr.
Uppkaup mannvirkja – lækkun um 300 m.kr.