Íbúum á Akranesi heldur áfram að fjölga – stefnir í metár

Íbúar á Akranesi voru alls 8.452 í þann 14. nóvember 2024.  Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð Bæjarstjórnar Akraness. 

Mesta fjölgunin á einu ári var árið 2008 þegar aukning var 425 íbúar – en það sem af er þessu ári hefur íbúum á Akranesi fjölgað um 417, og gæti nýtt met fallið í þessum efnum í lok ársins 2024. 

Til samanburðar þá voru rétt rúmlega 900 íbúar á Akranesi fyrir 100 árum eða árið 1920.

Á þessu tímabili sem nær aftur til ársins 1998 hefur það aðeins gerst þrívegis að íbúum hafi fækkað á Akranesi á milli ára – og slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2012.

Frá árinu 1998 hefur íbúafjöldinn á Akranesi aukist um 65%.

Árið 1880 voru rétt tæplega 500 íbúar á Akranesi og það var ekki fyrr en árið 1930 að íbúar á Akranesi fóru yfir 1000. 

Mesta fjölgun á einum áratug var á milli 1950-1960 en á þeim tíma fjölgaði íbúum um 1245. 

Á árunum 2000-2010 kom annar slíkur vaxtarkippur á Akranesi þegar 1209 íbúar bættust við á íbúaskrá bæjarins á einum áratug.

Á árunum 1980-1990 var lítil fjölgun á Akranesi og íbúafjöldinn var nánast sá sami í heilan áratug eða um 5200.

Þróun íbúafjölda á Akranesi 1998-2024: