Myndasyrpa frá söngleiknum Vítahring

Söngleikurinn Vítahringur verður sýndur næstu vikurnar á sviðinu í Grundaskóla.

Það eru elstu nemendur skólans sem eru í aðalhlutverki í þessu verkefni. Söngleikurinn er eftir Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson. Verkið er bygt á skáldsögu Kristínar Steinsdóttur og Harðar sögu Hólmverja. 

Einar Viðarsson er leikstjóri, Margrét Saga Gunnarsdóttir er söngstjóri, Sandra Ómarsdóttir er danshöfundur og Eygló Gunnarsdóttir er búningahönnuður. 

Hér er hlekkur á myndasyrpu úr myndasafni Skagafrétta. 

Frumsýningin fer fram föstudaginn 29. nóvember.