Karlalið ÍA í körfuknattleik er í efsta sæti á Íslandsmótinu í næst efstu deild. ÍA sigraði lið KV 88-73 í kvöld.
Þetta var níundi sigurleikur ÍA í röð og er liðið í efsta sæti deildarinnar.

Hamar úr Hveragerði er í öðru sæti en liðið á leik til góða.
ÍA hefur leikið 17 leiki og á eftir fimm leiki á tímabilinu.
Kristófer Gíslason var stigahæstur í liði ÍA með 20 stig. Srdan Stojanovic var með 17 stig og miðherjinn Victor Bafutto var atkvæðamikill með 12 stig og 15 fráköst. Kinyon Hodges skoraði 16 stig og tók 7 fráköst.
Efsta liðið að lokinni deildarkeppninni kemst beint upp í úrvalsdeildina, Bónusdeildina.
Liðin í sætum 2-9 keppa í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar í efsta deild.
Skagamenn eiga eftir að leika fimm leiki í deildinni og Hamarsmenn koma í heimsókn á Skagann 27. febrúar.
Leikir ÍA sem eru framundan.
21. febrúar: Breiðablik – ÍA – Smárinn 19:15.
27. febrúar: ÍA – Hamar – Vesturgata 19:15.
7. mars: Fjölnir – ÍA – Dalhús 19:15.
14. mars; ÍA – Ármann – Vesturgata 19:15.
17. mars: Selfoss – ÍA – Vallaskóli 19:15.


