Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Preston North End gegn Portsmouth í næst efstu deild ensku knattspyrnunnar um helgina.
Markmið skoraði Stefán Teitur rétt fyrir leikslok – og eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan gerði landsliðsmaðurinn vel í erfiðri stöðu.

Hann tileinkaði markið frænku sinni sem lést fyrir fimm árum en margir úr fjölskyldunni voru á meðal áhorfenda á leiknum í Preston.