Guðni Hannesson ljósmyndari og íbúi í miðbæ Akraness hefur skrásett sögu Akraness í gegnum linsuna í áratugi.

Guðni birti áhugaverða færslu í dag á fésbókinni þar sem að hann birti „fyrir og eftir“ myndir af húsum sem hafa verið lagfærð í nágrenni við Akratorg.

Í myndasyrpunni hér fyrir neðan eru myndir frá þessum húsum teknar með 10 ára millibili,  2015 og 2025.  

Guðni gaf Skagafréttum góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar.