Á tímabilinu 1. janúar 2025 til 26. febrúar 2025 voru 22 kaupsamningar gerðir á Akranesi varðandi sölu á húsnæði.
Íbúðir í fjölbýli sem hafa skipt um eigendur eru 14 alls, 5 einbýlishús hafa verið seld og 3 sérbýli.

Kaupsamningar vegna atvinnuhúsnæðis voru alls 3.
Ef miðað er við sama tímabil árið 2024 þá voru 7 einbýlishús seld, 41 íbúð í fjölbýli, 4 í sérbýli og 7 atvinnuhúsnæði.
Meðalverð á fermetra í fjölbýlishúsi á Akranesi er um 500 þúsund kr., um 380 þúsund kr. í einbýli og rétt rúmlega 500 þúsund kr. í sérbýli.
Fermetraverð í atvinnuhúsnæði var um 430 þúsund kr. en þessar meðaltalstölur eiga við fyrstu tvo mánuði ársins 2025.