- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?
Lið Kára er komið áfram í 2. umferð Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 7-1 sigur gegn KFS úr Vestmannaeyjum í gær.
Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Hektor Bergmann Garðarsson skoraði fyrsta mark Kára á 6. mín en KFS jafnaði á 34. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Leikmenn Kára voru með yfirburði í síðari hálfleik. Börkur Bernharð Sigmundsson skoraði á 52. mínútu og Kára í 2-1. Hektor Bergmann bætti við marki á 55. mínútu, staðan 3-1. Þór Llorens Þórðarson skoraði á 68. og 80. mínútu, staðan 5-1. Marinó Hilmar Ásgeirsson bætti við 6. markinu á 87. mínútu og Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði það 7. á 90. mínútu.
Leikurinn var sýndur á ÍATV – og er upptaka hér fyrir neðan.

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?