Karlalið ÍA í knattspyrnu og Kári fá bæði heimaleik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. 

ÍA fær heimaleik gegn Aftureldingu – sem er í Bestu deildinni ásamt ÍA.  ÍA lagði Gróttu 4-1 í 32-liða úrslitum. 

Káramenn lögðu Fylki, sem leikur í næst efstu deild, í 32-liða úrslitum, 2-1, en Kári leikur í þriðju efstu deild. Káramenn fá Stjörnuna í heimsókn en Stjarnan leikur í Bestu deildinni, efstu deild. 

Leikirnir fara fram dagana 14. og 15. maí.

16-liða úrslit Mjólkurbikars karla

KA – Fram

KR – ÍBV

Breiðablik – Vestri

Kári – Stjarnan

Valur – Þróttur R.

ÍA – Afturelding

Selfoss – Þór

Keflavík – Víkingur Ó.

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?