Eyja Gautadóttir er nafn sem Akurnesingar ættu að leggja á minnið – en hún er á meðal efnilegustu hlaupurum Svíþjóðar.
Eyja er fædd árið 2009 og hún keppti nýverið með unglingalandsliði Svía í landskeppni gegn Finnlandi.

Eyja keppti í 800 metra hlaupi í flokki 17 ára og yngri. Þar kom hún fyrst í mark á tímanum 2:12,19 mín.
Eyja er dóttir Gauta Jóhannessonar, Skagamanns, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð til margra ára – Nánar hér um Gauta.
Gauti er sonur Guðrúnar J. Guðmundsdóttir, augnlæknis á Akranesi og Jóhannesar Guðjónssonar, sem var á sínum tíma í fremstu röð í knattspyrnunni á Akranesi.
Eyja er að feta í fótspor föðurs síns en Gauti var á sínum tíma einn besti 800 metra hlaupari Íslands og setti m.a Íslandsmet í greininni árið 2005 þegar hann hljóp á 1:51,89 mín.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?