Skagamaðurinn Guðjón Ingi Sigurðsson fagnaði sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa sem lauk í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón sigrar í þessari keppni – en þetta er í fimmta sinn sem mótið hlaupið fer fram.
Keppni hófst kl. 9 að morgni laugardagsins 20. september og lauk tæplega tveimur sólarhringum síðar – eða kl. 4 aðfaranótt mánudagsins 22. september.

Bakgarðshlaupið fer þannig fram að keppendur hlaupa 6,7 km hring og hafa til þess 60 mínútur. Markmiðið er að fara sem flesta hringi og sá einstaklingur sem stendur einn eftir sigrar. Alls tóku 230 keppendur þátt en Guðjón fór rétt rúmlega 288 km.
Það er svipuðu vegalengd og frá Akranesi á Hofsós, eða frá Akranesi í Flókalund.
Guðjón setti nýtt met en hann hljóp alls 43 hringi en fyrr metið var 38 hringir.
Hér fyrir neðan er viðtal við Guðjón á visir.is