Hinrik Haraldsson hélt í dag upp á 60 ára starfsafmæli sitt sem hárskeri – en hann hóf rekstur á Rakarastofu Hinriks þann 1. október árið 1965.
Rakarastofan er við Vesturgötu 57 en húsið var byggt árið 1924 og þar var símstöð á árunum 1925-1934. Árið 1937 opnaði Árni B. Sigurðsson rakarastofu í húsinu og Geirlaugur, sonur Árna, tók síðan við rekstrinum.

Haraldur, sonur Hinriks, hefur á undanförnum árum verið í aðalhlutverki á Rakarastofu Hinriks, en „Hinni Rakari“ hefur ekki lagt skærin á hilluna og er á vaktinni þegar þess er þörf.