
Brasilíumaðurinn Victor Bafutto er mættur á Skagann á ný og mun leika með körfuknattleiksliði ÍA í næstu leikjujm liðsins í Bónusdeildinni.
Victor, sem er 2.04 metrar á hæð, átti stóran þátt í því að ÍA sigraði í 1. deild karla á síðustu leiktíð – þar sem miðherjinn öflugi var á meðal frákasta – og stigahæstu leikmanna deildarinnar.

Skagaliðið hefur átt í vandræðum eftir að miðherjinn Gojko Zudzum meiddist á hné um miðjan desember s.l.
ÍA hefur tapað öllum leikjum sínum þar sem að Bosníu og Hersegovínu maðurinn, Zudsum, hefur verið fjarverandi.
Zudsum sýndi og sannaði á fyrri hluta tímabilsins að hann er einn besti leikmaður deildarinnar og fjarvera hans hefur því mikil áhrif á gengi liðsins.
Nýjustu fregnir úr herbúðum ÍA eru að Zudsum gæti í fyrsta lagi leikið með ÍA á ný eftir 6 vikur. Hann er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 24 stig að meðaltali og frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 11,7 fráköst að meðaltali.
Framundan eru fjórir leikir hjá ÍA í janúar og tveir í febrúar. Gera má ráð fyrir að Zudsum verði klár í slaginn í fyrsta lagi um miðjan febrúar.
Bafutto er ætlað að fylla skarð Zudsum á þessum tíma.
Skagamenn hafa tapað fjórum leikjum í röð í Bónusdeild karla – efstu deild Íslandsmótsins. ÍA er í næst neðsta sæti með 6 stig og Ármann er í neðsta sæti með 4 stig. Tvö neðstu liðin falla í næst efstu deild.
Næsti leikur ÍA er á heimavelli 8. janúar gegn Grindavík.
Friðrik Hrafn Jóhannsson aðstoðarþjálfari liðsins hefur látið af störfum en hann kom til ÍA frá Tindastóli s.l. sumar.
ÍA hefur samið við bandaríska leikmanninn Darryl Latrell Morsell, sem lék með liði Keflavíkur frá því í byrjun tímabilsins hefur samið við ÍA. Hann er þriðji bandaríski leikmaðurinn sem ÍA fær til sinna raða.
Dibaji Walker sem kom til ÍA í nóvember s.l. er farinn frá ÍA en hann lék með liði Ármanns áður en hann kom til ÍA.
Darnell Cowart lék fyrstu fimm leikina með ÍA – en hann var látinn fara eftir 5 umferðir.
Darryl Latrell Morsell skoraði 17,5 stig að meðaltali í 11 leikjum með Keflavík í fyrri umferð Íslandsmótsins. Hann er 1.96 m. á hæð og leikur sem bakvörður. Hann tók 6.8 fráköst og gaf 3.8 stoðsendingar. Framlagstala hans var 17.7.
Dibaji Walker skoraði 13.5 stig að meðatali fyrir ÍA í 8 leikjum. Hann tók 4.8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Framlagstala hans var 14.3.
Darnell Cowart skoraði 18.8 stig að meðaltali í 5 leikjum fyrir ÍA. Hann tók 6.8 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali. Framlagstala hans var 18.4









