Einar Margeir Ágústsson, sundmaður, var kjörinn Íþróttamanneskja ársins 2025 hjá Íþróttabandalagi Akraness.

Kjörinu var lýst þann 6. janúar og var þetta í 51. sinn sem kjörið fer fram.

Þetta er þriðja árið í röð sem Einar Margeir er efstur í þessu kjöri.

Alls voru 16 einstaklingar sem komu til greina í kjörinu. 

Styrmir Jónasson varð annar í kjörinu en hann er lykilmaður í körfuknattleiksliði ÍA og fimleikamaðurinn Guðmundur Andri Björnsson var þriðji.

Skagafréttir hafa frá árinu 2016 haldið utan um tölfræði á kjörinu á Íþróttamanneskju Akraness – en þessar upplýsingar voru ekki aðgengilegar á vef ÍA eða aðildarfélögum á þeim tíma. 

Sundfólk hefur oftast fengið þessa viðurkenningu eða 24 sinnum alls. 

Ríkharður Jónsson, knattspyrnumaður, var sá fyrsti sem fékk titilinn árið 1965. Sjö ára hlé var á kjörinu og sundmaðurinn Guðjón Guðmundsson var kjörinn árið 1972 – sama ár og hann var kjörinn Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Aftur var gert hlé á kjörinu fram til ársins 1977 og hefur kjörið farið fram árlega síðustu 48 ár.

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur oftast við kjörin Íþróttamaður Akraness eða 7 sinnum alls. Sundkonurnar og fyrrum Ólympíufarar, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Ragnheiður Runólfsdóttir, eru næstar í röðinni með 6 titla. Ragnheiður var kjörin Íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna árið 1991. Guðjón Guðmundsson og Ragnheiður eru einu iðkendurnir úr röðum ÍA sem hafa fengið þá nafnbót.

Frá árinu 1965 hefur íþróttafólk úr 7 mismunandi íþróttagreinum fengið flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni Akraness. Sundfólk hefur 24 sinnum verið efst, kylfingar í 11 skipti, og knattspyrnufólk 10 sinnum.

Árið 1977 var Jóhannes Guðjónsson kjörinn Íþróttamaður Akraness fyrir afrek sín í tveimur íþróttagreinum, badminton og knattspyrnu.

Sund 24 titlar

Golf 11 titlar

Knattspyrna 10 titlar

Kraftlyftingar 3 titlar

Hestamennska 2 titlar

Karate 1 titlar

Badminton 1 titill

Íþróttamenn Akraness frá upphafi:

Ártal, nafn, fjöldi titla og fjöldi titla íþróttagreinar.

2025: Einar Margeir Ágústsson (3) sund (24)

2024: Einar Margeir Ágústsson (2) sund (23)

2023: Einar Margeir Ágústsson (1), sund (22.)

2022: Kristín Þórhallsdóttir, (3) kraftlyftingar (3).

2021: Kristín Þórhallsdóttir, (2) kraftlyftingar (2).

2020: Kristín Þórhallsdóttir, (1) kraftlyftingar (1).

2019: Jakob Svavar Sigurðsson, (2) hestamennska (2).

2018: Valdís Þóra Jónsdóttir (7) golf (11).

2017: Valdís Þóra Jónsdóttir, (6) golf (10).

2016: Valdís Þóra Jónsdóttir, (5) golf (9).

2015: Ágúst Júlíusson, (2) sund (21)

2014: Ágúst Júlíusson, (1) sund (20).

2013: Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1).

2012: Inga Elín Cryer, (2) sund (19).

2011: Inga Elín Cryer, (1) sund (18).

2010: Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8).

2009: Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7).

2008: Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6).

2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5).

2006: Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate.

2005: Pálmi Haraldsson, (1) knattspyrna (10).

2004: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6) sund (17).

2003: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16).

2002: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15).

2001: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14).

2000: Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4).

1999: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13).

1998: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).

1997: Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3).

1996: Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2).

1995: Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9).

1994: Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8).

1993: Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7).

1992: Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1).

1991: Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11),

*(Íþróttamaður ársins á Íslandi).

1990: Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10).

1989: Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9).

1988: Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8).

1987: Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6).

1986: Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7).

1985: Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6).

1984: Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5).

1983: Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4).

1982: Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5).

1981: Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4).

1980: Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3).

1979: Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2).

1978: Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3).

1977: Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2).

1972: Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1),

(*Íþróttamaður ársins á Íslandi).

1965: Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).