Öllum verslunum Lindex á Íslandi verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Lindex hefur verið með verslun á Akranesi frá því í nóvember 2017. Sjá nánar á skagafrettir.is 

Alls eru 10 Lindex verslanir á Íslandi og þar starfa 100 manns. 

Í dag var einnig greint frá því að fyrirtækið S4S ehf. mun taka við Lindexumboðinu á Íslandi frá og með 1. mars 2026.

Hvað verður um verslunina á Akranesi er ekki vitað á þessum tímapunkti. 

S4S stendur á bak við Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers, S4S Premium Outlet, AIR og útivistarverslanir Ellingsen.

S4S rekur einnig netverslanirnar Skór.is, Ellingsen.is, Air.is, Rafhjólasetur.is og Premiumoutlet.is.