
Skagamaðurinn Lúðvík Gunnarsson og Ólafur Kristjánsson verða þjálfarar U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu út næstu undankeppni liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.
Lúðvík og Ólafur tóku liðið að sér í einum leik eftir að Ólafur Ingi Skúlason var ráðinn sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks. Lúðvík var aðstoðarþjálfari U-21 árs liðsins en hann er aðalþjálfari U-17 ára landsliðs karla. Ólafur er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands.

Ísland er með átta stig eftir fimm leiki í undankeppninni og er í fjórða sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Frökkum sem eru efstir.
Næstu leikir liðsins eru í mars á þessu ári.







