Kári tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu karla í kvöld með stórsigri í Akraneshöll. Mótherjar Kára var liðið Elliði sem tengist Fylki í Árbænum.
Yfirburðir Kára voru miklir í leiknum sem endaði 9-1, staðan í hálflleik var 5-0.
Guðlaugur Þór Brandsson skoraði þrennu fyrir Kára líkt og Alexander Már Þorláksson.
Kári og ÍA verða bæði í hattinum þegar dregið verður í 32 liða úrslitunum.
1′ Eggert Kári Karlsson (1-0)
13′ Alexander Már Þorláksson (2-0)
19′ Guðlaugur Þór Brandsson (3-0)
33′ Guðlaugur Þór Brandsson (4-0)
43′ Guðlaugur Þór Brandsson (5-0)
65′ Alexander Már Þorláksson (6-0)
75′ Alexander Már Þorláksson (7-0)
(7-1) Natan Hjaltalín 79′
84′ Marinó Hilmar Ásgeirsson (8-1)
90′ Hlynur Sævar Jónsson (9-1)
(heimild urslit.net)